Adam karl x Siggi chef “special”

Adam Karl og Siggi Chef hafa sett saman sturlaðan matseðil sem verður kynntur sérstaklega laugardaginn 8. nóvember.

Í tilefni þess þá ætlum við að henda í alvöru veislu á Brixton frá kl: 18:00 - 22:00. Í boði verða þessir frábæru nýju réttir, geggjuð tilboð á Víking Lite og svo verðum við með skemmtilegt úrval af eðalvínum frá vinum okkar í Allsber.

Það er ekki allt - Joey Christ ætlar að taka lagið og Dj Karitas ætlar að koma okkur í gírinn fyrir kvöldið.

Að auki þá erum við búnir að vera taka allan staðinn og því hlökkum við til að sýna ykkur útkomuna.

Til að bóka borð þá getið þið gert það hér!

Next
Next

nýjir réttir á matseðli